Five Degrees er leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað.
Okkar helstu vörur, Matrix Loan og Matrix Securities, eru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði.
Hjá Five Degrees á Íslandi starfa á fjórða tug vel menntaðs starfsfólks sem er sérhæft í fjármálahugbúnaði. Við erum gríðarlega samhentur hópur sem oft hefur lyft grettistaki fyrir viðskiptavini okkar og hafa kerfin okkar verið í stöðugri þróun frá árinu 1996 í nánu samstarfi við fjármálamarkaðinn á Íslandi. Vörur okkar eru í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur því við tökum vel á móti þér.
Fyrsta verkefnið okkar var verðbréfasjóðakerfi fyrir Búnaðarbankann Verðbréf árið 1996.
Kerfið óx og dafnaði og er í dag bakvinnslu-, vörslu- og eignarstýringarkerfið, Matrix Securities, sem nær allir aðilar á íslenska verðbréfamarkaðinum nota við sín daglegu störf.
Árið 2002 hófum við hönnun á lánaumsýslukerfinu Matrix Loan sem náði fljótt útbreiðslu á markaðinum og hefur fest sig í sessi hjá fjölda viðskiptavina okkar.
Þá eru ótalin fjöldi verkefna í gegnum árin sem ýmist hafa endað í viðbótareiningum við okkar megin kerfi, eða sem sérverkefni fyrir okkar viðskiptavini, s.s. á sviði útreikninga, ferlaumbóta eða fjöldavinnslu.
Ferli verðbréfaviðskipta frá viðskiptum til uppgjörs, sjóðaumsýsla og rekstur verðbréfasafna.
Matrix Securities samanstendur af nokkrum kerfiseiningum sem styðja frágang viðskipta, greiðslur, eignaskipti, samskipti við fjárhagskerfi, eignaumsýsla, verðmat, fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingagjöf og stuðning við fjárfestingarákvarðanir.
Helstu styrkleikar kerfisins eru innbyggðir ferlar sem notaðir hafa verið á Íslandi til fjölda ára. Nær allar helstu fjármálastofnanir landsins nota Matrix Securities.
Sveigjanlegt fjölmynta lánaumsýslukerfi með öfluga upplýsingagjöf.
Matrix Loan heldur utan um lántökur og lánveitingar og þriðja aðila umsýslu á skuldabréfum. Kerfið er hannað fyrir íslenskan markað og ræður við séríslenskar þarfir og úrræði og styður fjölda lánaafbrigða.
Helstu styrkleikar kerfisins eru sveigjanleiki, ferlar við skráningu og afgreiðslu lána svo og innheimtuferli og upplýsingagjöf. Matrix Loan hefur sterka stöðu á innlendum lánamarkaði og yfir 200.000 lán eru meðhöndluð í kerfum viðskiptavina okkar.
Five Degrees ehf
Kennitala: 601205-0330
Heimilisfang: Hlíðasmári 12
Sími: 595 8700
Póstnúmer: 201 Kópavogur
VSK númer: 90189
Hjá okkur starfa 34 starfsmenn og er meðalstarfsaldurinn hjá okkur um 9 ár. 14 manns hafa starfað í 10 ár eða lengur hjá okkur.
Við erum með starfsstöðvar í Kópavogi þar sem starfa 29 manns og á Akureyri er 5 manna starfsstöð.
Við byrjuðum sem hluti af TölvuMyndum 1996.
Árið 2001 fékk félagið nafnið Libra og varð sjálfstætt dótturfélag í eigu TölvuMynda, síðar TM-Software.
Í byrjun árs 2006 seldi TM-Software Libra til norrænu kauphallarinnar OMX. Við fengum þá nafnið OMX Technology á Íslandi, síðar OMX Banks and Brokers á Íslandi og loks OMX Broker Services á Íslandi.
2008 sameinuðust Nasdaq Kauphöllin í New York og OMX og fengum við þá nafnið Nasdaq OMX Broker Services á Íslandi.
Í mars 2009 seldu Nasdaq OMX okkur til innlendra fjárfesta og tókum við aftur upp nafnið Libra.
2018 var Libra selt til íslenska-hollenska fjártæknifyrirtækisins Five Degrees sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Í kjölfarið tók við sameining beggja félaga.
2023 kaupir hollenska fyrirtækið Topicus Five Degrees. Topicus er móðurfélag Total Specific Solutions (TSS). Eftir kaupin var Five Degrees skipt upp í tvær einingar þar sem starfsemin sem snýr að erlendum viðskiptavinum Five Degrees rann undir Topicus á meðan starfsemin fyrir íslensku viðskiptavinina fór undir TSS.